föstudagur, febrúar 24, 2006

Joja joja.

Loksins loksins kemur bloggid, en myndalaust.
Fjolskyldan min, elsku Bartlett fjolskyldan er nefnilega med gamaldags nettengingu og thess vegna i hvert skipti sem eg fer a netid heima er siminn a tali, og thad gaeti komid i veg fyrir ad thau misstu af frettum af grillveislu einhvers stadar eda taekifaeri til ad sletta slangri haegri vinstri. Thess vegna logga eg mig inn heima med bullandi sammara rett svo til ad kikja a tolvupostinn og kannski eina bloggsidu adur en eg logga mig ut aftur af otta vid thad ad nu hafi fjolskyldan tapad heilu simtali. Systur minar eru megafinar, yngri systir min aefir sirka 10 ithrottir, hun er 15 ara og er heilum 10 sentimetrum staerri en eg og litur ut eins og eldspyta thratt fyrir ad borda eins og svin, medan eg narta i gulraetur og hrokkbraud med Vegemite.

Skolinn er nu meira aevintyrid, verandi a undanthagu fra thvi ad greida i einn dyrasta og besta einkaskola i Perth (eg a thad ekki skilid, sakaskrain min a himnun er nokkurra binda long) lidur mer eins og kraekiberi i helviti innan um allar riku pabbastelpurnar sem hafa ekki unnid handtak a aevi sinni og eiga thrju til fjogur hus ut um alla Astraliu, og stundum ut um allan heim.
Thad eru allir svo asnalega rikir og finnst ekkert mal ad eiga threfaldan bilskur og gefa skit i kerfid. I stadinn fyrir ad adlagast fullkomlega og heimta mina eigin einkathernu og finnast thad fullkomlega edlilegt ad fjolskyldan min eigi FJORA bila, aetla eg ad leggja sma pening til hlidar manadarlega og hugsa um allt folkid i heiminum sem hefur thad ekki svona gott.
Skolabuningarnir eru steiktari en allt steikt, eg tharf ad eiga allt nidur i serstaka skolasokka og skolasundhettu (sem eg myndi ekki nota thott lif mitt laegi vid, hamstralukkid er ekki minn tebolli) og skolahatt (sem litur ut eins og Safarihatturinn sem vondi kallinn i Tarzan var alltaf med) sem eg tharf ad vera med i hvert skipti sem eg haetti mer ut a medal edlilegs folks. Eg er byrjud ad aefa blak, og meira ad segja ad vinna heilan leik, og laera sjalfsvorn i leikfimi, sem snyst varla um thad ad verja sig og flyja, adallega um thad ad drepa. Eg er buin ad fara a eina koraefingu, en thegar eg aetladi ad maeta aftur var korinn skyndilega gufadur upp, og korstjorinn fordast mig eins og heitan eldinn og missir heyrnina i hvert skipti sem eg aetla ad tala vid hana. Eg veit ekki hvort hun er ad reyna ad segja mer eitthvad....

Eg er komin i tvaer ludrasveitir, og thratt fyrir ad vera jafn "framurskarandi" tonlistarmadur og eg er, er yfirmadur tonlistardeildarinnar (hann er tubuleikari sjalfur) astfanginn haus yfir haela af mer og leyfir mer meira ad segja ad spila a sina eigin einkatubu, sem a Tubuleikaramaelikvarda er eins og ad leyfa einhverjum odrum ad hreinsa naflakuskid sitt = AFAR personulegt.

Allt sem eg er buin ad skrifa kann ad virka ruglingslegt og kaotiskt, en thegar madur er kominn i samfelag hinum megin a hnettinum sem er svo olikt morgu odru sem madur hefur reynt, ad reyna ad skrifa thad allt saman er eins og ad reyna ad velja dropa ur sjonum til ad syna folki.
En Astralir eru rosa afslappadir, tho ad allt fari fram a morgnana og kvoldin endi klukkan niu og allir komnir upp i rum a virkum dogum klukkan 10. Their leggja sig fram um ad vera vinalegir og setja heimsmet i ad grilla. Eg er nokkud viss um ad their hafa reynt ad grilla morgunkorn a einhverju stigi malsins, og hvar annars stadar en i Astraliu er innifalid i midaverdi a virdulega Sinfoniutonleika friar pulsur a grilli a eftir?

Naest laet eg myndirnar tala, og reyni ad koma meira skipulagi a hugann adur en eg sleppi mer gjorsamlega.

Astralskur bjor er godur,
Gudrun, Gundrun, Goodrem, Gudren, Goondren, Godrune (thau i skolanum eru lesblindari en bavianar) sem hugsar oft heim, og thad frekar hlylega.

6 Ummæli:

Blogger Alma Ósk sagði...

Hæbbs, ég vona að þú eigir eftir að blogga oftar en ég :D

12:38 f.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Ég er hjartanlega sammála nöfnu minni hér að ofan um blogghæfileika þína! Fjölskylda þín gerðist svo örlát að láta uppi adressuna á þessa forláta síðu þína og reikna ég með því að verða reglulegur gestur, gaman að geta fylgst með því sem þú ert að bralla þarna "hinumegin" ;)
Hafðu það gott, koss og knús frá Akureyri.

6:54 f.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Hahahaha... þú ert örugglega stórkostleg í skólabúningunum..færðu að taka eitt sett með þér heim til að leyfa okkur að nota sem fyrirmynd að nýjum svansbúningi??

8:18 f.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Þetta er sko Magga sax...það kom ekki fram :o)Klúðraði því eitthvað..

8:20 f.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

ég vaeri àn efa til i ad vera einhversstadar thar sem er heitt nuna! og hjà ofur riku folki!:D

en er nu svosum sàtt à bondabaenum minum lika.. svo lengi sem eg tharf ekki ad vakna kl 4 à morgnana til ad mjolka beljurnar! laet mer thad naegja ad mjolka eftir skola!

get ekki sagt ad lif mitt se likt lifi minu à islandi;)

Gangi ther vel saeta:D:*

3:55 f.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

ég er svo lengi að koma mér í að póstleggja þetta blessaða bréf sem ég er búin að skrifa handa þér... en já, ég og Ásgeir söknum þín voðavoða mikið. Magnús líka, hann er að fara að keppa í Gettu Betur á morgun og getur varla keppt fyrir söknuði til þín. Horfðu á sjónvarpið á morgun MR-MA, Maggi á eftir að senda þér fingurkoss

4:58 e.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim