föstudagur, mars 17, 2006

Johoja og jaha,

Fostudagur i dag og enn ein vikan lidin an thess ad eg hafi haft nokkud um thad ad segja. Eg byst svo sem vid thvi ad thad se satt sem John Lennon maelti eitt sinn: Life is what happens to you when you're busy doing other things. En thad er nu svo.

Thad er buid ad vera hvasst i Perth seinustu daga, sem vaeri alls ekki svo bagalegt og laetur manni lida svolitid eins og madur se i rokrassgatinu heima, en thad vill svo skemmtilega til ad skolakjoll Perth College er thannig hannadur ad minnsti andvari feykir kjolnum upp og upplysir thannig astralska landann um naerbuxnaeign Gudrunar. Lidur mer fyrir vikid eins og "Marilyn Monroe gone wrong" og kennararnir i skolanum spyrja hvern annan hvort snaelduvitlausi skiptineminn se nokkud haldinn stripihneigd.

Minar fyrstu aefingabudir i annarri heimsalfu eru loksins yfirstadnar, haldid var i munkaklaustur fyrir utan borgina til ad odlast innri tonlistarlegan frid med tilheyrandi pakuslaetti og ludrablaestri. Svolitid kaldhaednislegt ad hugsa til thess ad tolf munkar soru thess eitt sinn eid ad maela ekki ord af vorum og lifa lifi sinu i thogn og ro, og thvi finnst skolanum alveg hreint upplagt ad senda 80 gargandi stelpur med hljodfaeri til ad drepa yfir heila helgi til grey munkanna, svona rett til ad krydda tilveruna....
Thad gerdist nu ekki margt markvert i aefingabudunum utan sma heimsokn i kirkjugardinn (alein i kolnidamyrkri eftir ad hafa villst, mig vantadi bara efnislitinn nattkjol og tha er komid hryllingsmyndahandrit) og svo vidbjodslegan mat ad poppid sem eg og Anna Beta poppudum einu sinni, sem sendi husid hennar naestum thvi til glotunar, var eins og belgiskir konfektmolar i samanburdi. Sem sagt agaetis soun a helgi :)

Eg hef nu ekkert mikid meira ad segja annad en thad ad eg er loksins buin ad setja inn nokkrar myndir a www.picturetrail.com/tubustelpa, njotid vel og gerid ekkert sem eg myndi ekki gera.

Pul er kul,
Gudrun Banani

P.S. Eg er farin ad halda ad thessi arshatid Svansins hafi barasta aldrei att ser stad! Thangad til eg se myndir, blogg eda heyri sludur af skandolum saka eg ykkur oll um lygar!

P.P.S. Fjolskyldan tilkynnti mer i gaer ad eg yrdi serlegur grillmeistari fjolskyldunnar thegar Paul (my fasja) flytur til Brisbane i april i sex manudi. Fyrir utanadkomandi sem thekkja ekki grillmenningu Astrala, er thad eins og ad leyfa simpansa ad vera forseti Bandarikjanna i sex manudi. Engin pressa sem sagt.

11 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

hvernig datt okkur samt í hug að fara út buxunum í tilraun okkar til að ,,blaka" lyktinni út?

þetta er ein vinsælasta partysagan mín til þessa, virkar sérstaklega vel í fjölskylduboðum

en var ég búin að segja þér að ég sakna þín? ekki? allavega.. ég sakna þín svo mikið að poppkorn eru hætt að brenna hjá mér. en þú ert annars að missa svo af miklu! T.d. rigningunni og rigningunni, og ekki má nú gleyma blessaða votviðrinu..

2:15 f.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Mig langar eiginlega ekki að heyra þessa sögu...nei...

En ég sit hérna heima, ekkert sérstaklega að hugsa til þín en svona...tjah, það mætti vera aðeins meira af Guðrúnu.

Þú virðist vera búin að ná þér veigamikilli viðringu þarna úti, elítutúba og svo grillmeistari. Æ salút jú!

4:10 f.h.  
Blogger BOGGA sagði...

vóvóvó ertu komin með kærasta???? strax????!!!

6:57 f.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Hvað eru aussarnir búnir að gera þér?? Var að skoða myndirnar og þú ert með einhverja perlueyrnalokka og krullað hár með einhvern risa upp á arminn... og þú ert bara búin að vera þarna í mánuð eða svo.. ég verð nú bara að segja eins og er.. mér líst nú bara ekkert á þetta og held að þú ættir að koma heim STRAX.. við getum kennt þér betri siði en þetta í Svaninum. Og er lúðrasveitin virkilega stelpuband.. engir strákar??? Það er frekar lélegt:o) En svona grínlaust þá var árshátíðin ekki nema hálf án þín.. ég hélt reyndar ræðu yfir hópnum sem féll í ægætis jarðveg en það voru frekar fáir mættir:o(
Skemmtu þér við að skemmta aussunum og ekki láta þá komat upp með neitt múður .

7:34 f.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Hæhæ! Ég tók eftir þér á síðunni hjá Sigurlaugu og Eyþór, krakkarnir sem eru hérna í Perth. Ég vildi bara láta þig vita að ég er einnig staddur hérna í Perth, þannig að ef þig langar að hitta íslending hérna, endilega hafðu samband.
Kveðja, Ásbjörn Guðmundsson

9:27 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

ég sakna thess ad fara i aefingabudir.. ekkert til ad spila tonlist.. heldur til ad drekka mig blinddaudadrukkna med folki frà 13 àra og uppi 63 àra!

hey!

Hvenaer er naesta landsmot ludrasveita?

(eg ofunda thig... astralskir strakar eru saaeeetir!)

8:03 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Landsmótið verður einhverntíman bráður í miðri Reykjavíkurborg án nokkurns stykr frá borginni sjálfri...ef ég verð svartsýnispúki þá spái ég ekki jafnmiklu fjöri og á Vestmanneyjum en...tjah...ef ég verð bjartsýnispúki þá verður bara geggjað stuð! Eins og alltaf! Víhú!

Og, hey, eru einhverjir gaurar þarna sem heita Bruce?

10:37 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Skoðaðu þetta! Ég held að þessi leikur hafi verið búinn til sérstaklega handa þér. Hafðu kveikt á hátölurunum.
http://www.armorgames.com/games/sousapalooza.html

Snilld! haha

2:15 f.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

það vill enginn horfa á grenjumynd með mér:(

7:34 f.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

váááááá ótrúlega góðar myndir af ykkur. þið eruð rosa sæt. ég sakna þín og ég skrifa þér á morgun.
ps. ég var að fatta hvernig maður á að gera þetta....

7:36 f.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

það er bara vegna þess að ég sagði þér það. ljóska! :)

ps. ég var kosin tímavörður, þvílíkt embætti sem ég er komin með...

10:54 e.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim