mánudagur, apríl 17, 2006

Jaeja tha er eg loksins buin ad laera aftur a nutimathaegindi eftir ad hafa thraukad 10 daga i Astralska Outbakkinu an sturtna, klosetts, aets matar og karlmanna.
Thegar eg henti mer undir langthrada sturtubununa tilkynnti harid a mer ad thad hefdi stofnad sina eigin hippanylendu og myndi ekki gefast upp fyrr en i sjampofulla hnefana. Thad var ekki fyrr en eg lysti yfir stridi ad harid a mer let undan og haetti ad mynda sina eigin "dreadlocks" med hjalp fra trjagreinum og harbandinu sem var groid fast vid hausinn a mer eftir nokkra svitastorkna daga.

Thad bua ekki allir yfir haefileikum Sigga Hall thegar thad kemur ad thvi ad reida fram sedjandi kvoldverd i kolnidamyrkri og hraefnid samanstendur af pasta, papriku og nokkrum oheppnum poddum, en eftir orfaa daga af endalausi labbi, pudi og puli hefdu kokkarnir getad slengt uppthvottavatni a diskinn minn og eg hefdi sleikt ut um og bedid um meira.
Thratt fyrir 20 skordyrabit a oaedri endanum, 30 marbletti og slagsmal vid tjaldstreng sem var stadradinn i ad losa mig vid annad augad get eg fullyrt ad thetta voru godir 10 dagar og fosturfjolskyldan er a leidinni ad fyrirgefa mer ad hafa klarad allar vatnsbirgdir Perth a einu bretti i Skitugaharsbardaganum mikla. Margar verda minningarnar sem sitja eftir og minjagripirnir somuleidis, og tha serstaklega fallega orid sem er ad myndast a halsinum a mer og eg a eftir ad bua til goda sogu um en er ad hugsa um eitthvad i sambandi vid slagsmal vid krokodila eda risakenguruna sem eg elti nokkra kilometra med myndavelina a lofti og er nu stoltur eigandi skots af kengururassi).

Vid tekur nu ljuft paskafri truflad af einstaka hreystiaefingum thvi eg akvad i stundarbrjalaedi ad ganga i langhlaupslid skolans. Ja, Gudrun aetlar ad byrja snemma a thvi ad verda althjodlegt skemmtiefni, thvi eg hef aldrei a minni lifsfaeddri aevi hlaupid 4 km i einum spreng, ekki einu sinni thegar vid kveiktum i jolatrenu fyrir utan Langholtskirkju akkurat thegar loggan akvad ad koma i sina arlegu heimsokn inn i 104 RVK.

Eg aetla nu ekki ad hafa thetta lengra ad sinni, enda margt framundan sem verdur miklu skemmtilegra ad skrifa um heldur en paskaeggjaat og matareitrunartilraunir med astralska astmanninum. Eg bid ykkur thess i stadinn vel ad lifa og oska Steina til hamingju med ad verda ordinn atvinnuboltasparkari, og mommu med ad vera buin ad fra Frissa og fru Frissa inn a heimilid aftur og geta aftur byrjad ad elda alltof alltof mikid.

Solskinskvedjur (ja eg skal nudda ykkur upp ur thessu, her er 30 stiga haustvedur!) fra Gudrunu Outbakkdrottningu

P.S. Kennararnir i skolanum halda vart vatni yfir thvi hvad eg var fljot ad laera skolasonginn og er dugleg ad taka thatt i ad syngja hann a skolafundum. Eg held eg se ekkert ad segja theim fra thvi ad eg humma alltaf bara Gledibankann...

P.P.S. Hvenaer er Jurovisjon?

P.P.P.S. Eg sakna Svansins.

6 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Það var æðislegt að tala við þig á fimmtudaginn. Gott að hera að röddin hefur ekki breyst þrátt fyrir lélegt samband :-)Farðu svo að senda nammi svo ég geti fengið sykurkast í miðjum próflestri. Bið að heilsa systrum þínum og óskaðu Söru til hamingju með dvölina og Will til hamingju með að hafa nælt sér í svona æsslega kærustu.
Kossar systa

12:48 f.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Bara að láta vita að ég er komin með starf hjá árbúum :-) Skemmtilegt sumar framundan :-)
Knús og kossar til þín elskan mín.

7:25 f.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Forkeppnin verður 18. maí og Silvía Night fer fyrst á sviðið. Þú getur verið viss um að við söknum þín líka. Sumardagurinn frysti eki á morgun heldur hinn:o)

6:51 e.h.  
Blogger Álfheiður sagði...

já alveg handviss

2:03 f.h.  
Blogger Jon Ingvar sagði...

úff mér varð hugsað til þín í dag þegar upp kom smá túbu krísa. Þetta bjargast nú samt!!!

9:15 f.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

ég sagði bekkjarbróður mínum að ég hefði fengi stóra örið mitt (þetta sem kryddar svo skemmtilega uppá vinsta hnéið mitt) þegar ég var að slást við villigölt. Og hann trúði því.

En saknaru mín bara ekki neitt? nema.. er ,,Svanurinn" dulnefni yfir Anna Beta. Ahh.. ég skil. Það hlaut að vera eitthvað. In that case. Sakna þín líka sykurpúðinn minn! Allt, allt ofmikið!

6:58 f.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim