fimmtudagur, ágúst 31, 2006


Stingandi eda Sting and I? Humm...

Perth College til mikillar maedu tokst mer ekki ad halda mig a brandaramottunni mjog lengi og er starfsfolk skolans farid ad telja nidur dagana thar til eg pakka nidur tannburstanum og fodurlandinu og hunskast heim i heidardalinn, enda ekki nema thrir og halfur manudur (Hjalpi mer allir heilagir, eg er nu thegar komin med 20 kilo i yfirvigt og eg a eftir ad fara til Tailands og kaupa sjoraeningjautgafur af ca 5000 DVD-myndum og ABIDAS strigasko! Hvad geri eg nu?) i ad eg snui heim i myrkrid og kuldann thegar allir gafadir farfuglar hafa haft vit a thvi ad lata sig hverfa.
Eg var sumse i karatetima um daginn, og thar sem kennaranum thykir afar fint ad sla um sig med japonskum heitum yfir sporkin og oskrin sem vid latum dynja a hverri annarri. Sensei Ken (eins og hann kys ad lata kalla sig, mer finnst nu Sensei Barbie eiga betur vid mannfyluna) stod yfir okkur og helt fyrirlestur um thad sem vid hefdum laert fram ad thessu:
Sensei Ken: Well girls. We have now completed the Makazuki, the Kayenzuki, the Hizuki, the Yagazuki....
Gudrun sifyndna (med hond a lofti): But what about Suzuki? (Og flissar svolitid)
Sensei Ken: (Thagnar vandraedalega en akvedur svo ad lata eins og hann hafi ekki heyrt i mer en sendir mer eitrad augnarad)
Eg nadi mer samt nidur a karlskarfinum seinna i timanum med thvi ad retta honum einn a bumbuna i slagsmalasynikennslu. Gudrun: tvo, feitur karatekennari med steinaldarhumor: null.

I morgun gerdi svo fostursystir min daudaleit ad skolabindinu sinu sem fannst hvergi. Eftir daudaleit (thvi ef thu maetir bindislaus i skolann ertu ad undirrita thinn eigin daudadom) akvad hun ad stela bindi fosturbrodur mins og fara med thad i skolann tho ad thad tilheyrdi odrum skola og vaeri i raun strakabindi. Tha datt mer i hug: erum vid tha kannski med domubindi?
(Eg akvad tho ad halda thessum brandara ut af fyrir mig, enda myndi hann liklegast ekki thydast mjog vel yfir a engilsaxnesku)

Segi thetta gott af fyndnisogum i bili, finn til med ollum theim sem eru ad setjast a skolabekk aftur og oska Svaninum godrar ferdar til Thyskalands og their sem munu muna eftir einhverju ur ferdinni (geri tho ekki miklar krofur, enda ramar mig i fatt ur theirri seinustu) mega senda mer ferdasogu, tho ekki se nema brot og brot.
Lifid heil,
Goodrem

þriðjudagur, ágúst 15, 2006

Morgu tharf ad venjast og margt tharf ad lata yfir sig ganga thegar madur gengur i hardkristilegan stulknaskola. Eg taldi mig vera buna ad laera agaetlega a kerfid, til daemis er eg buin ad laera "ðö hard vei" ad thad er ekki kul ad sofna i messu, sama hverrar truar madur er, ef eg vil fordast sarsaukafullan dauddaga tha er eins gott fyrir mig ad hneppa efstu skyrtutolunni, kynlif fyrir hjonaband og eg verd fljotari en George Bush til helvitis og ef eg humma Gledibankann einu sinni enn thegar skolasongurinn er sunginn a skolafundum tha verd eg setti i rodralid skolans (gud fordi okkur ollum fra theim orlogum). Thad er i stuttu mali sagt buid ad svipta mig ollu thvi sem gerir mig ad thvi sem eg er, en mer tokst tho ad halda daudahaldi i eitt en thad er flugbeitt kimni min i anda Saevidarsundshumoristanna, sem tekist hefur ad thagga gjorsamlega nidur i fjoldasamkomum og framkallad oll stig gervihlaturs og vandraedalegra thagna sem hugsast getur. Thessa nadargafu hef eg vardveitt jafnvandlega og Leoncie vardveitir vitneskjuna um thad hvad hun er i rauninni gomul og lofad sjalfri mer thvi ad sama hvad eg yrdi astrolsk i anda, had astrolskum hopslagsmalum (sem sumir kalla fotbolta) og rusinum, tha myndi eg alltaf hafa islenska humorinn. Eda thad helt eg...

Thad var fagur agustdagur um havetur i Perth. Hitinn ekki nema um 20 stig og nemendur og starfsfolk Perth College gengu um og blesu i kaunir ser med sultardropa og grylukerti hangandi nedan ur frostbitnum nebbum. Daginn adur hofdu allir medlimir langhlaupslids skolans verid bednir um ad leggja smaaur i pukk til ad kaupa eitthvad gagnslaust handa thjalfaranum og var lipurtain eg ad sjalfsogdu ekki undanskilin fra thvi, enda alika lett a faeti og daudur flodhestur. Eftir hadegishle ganga allir til sinna kennslustunda og thar sem fehirdir lidsins thjaist med mer i sogutimum akvad eg ad koma peningunum til hennar i tima. Mer thotti ad sjalfsogdu ekki annad vid haefi en ad maeta seint enda annad ekki talid kul, svo ad allir voru sestir thegar eg gekk inn. Eg afhendi stulkunni peningana i somu andra og kennarinn spyr hvad eg se ad greida henni fyrir.
Min var ekki sein a ser ad sja tharna taekifaeri til ad lauma ut ur ser brandara, sem ad undir venjulegum kringumstaedum myndi uppskera tho ekki vaeri nema fliss eda laumulegt glott.
Svo eg halladi undir flatt, brosti kumpanalega og sagdi med minum besta islenska sparihreim:
That was for last night!
I skolastofunni, sem orfaum sekundum adur var full af fanytu hjali rikra pabbastelpna rikti nu daudathogn og kennarinn horfdi a mig eins og eg hefdi lyst thvi yfir ad eg vaeri nybuin ad drepa jolasveininn. Thad leid ekki a longu adur en eg fattadi ad eg hafdi sagt eitthvad rangt, og matti thvi brjotast sneypuleg gegnum frumskog af hneyksludum augnaradum og threyja kennslustundina undir vokulu augnaradi kennarans sem passadi upp a thad ad islenski skiptinemadoninn leti ekki ut ur ser fleiri svivirdingar, og bekkjarsystur minar satu eins langt fra mer og hugsast gat i tiu fermetra skolastofu.

Nu er sumse buid ad svipta mig ollu thvi sem eg atti, thad er ekkert islenskt vid mig lengur og nu getur pabbi fimmaurabrandarakongur ekki verid stoltur af mer fyrir neitt.
Nidur med menntun,
Gudrun Alt (i plati)

miðvikudagur, ágúst 02, 2006




Thetta hefur madur upp ur thvi ad slast vid tubu....











Thetta hefur tuba upp ur thvi ad slast vid Gudrunu.....