föstudagur, október 27, 2006

Jaeja, lent fyrir tveim vikum aftur i Perth eftir ad hafa verid aelandi a Taelandi (matareitrun er heitt trend thessa dagana) og mer dettur ekki i hug ad skrifa nidur ferdasoguna. Thad er tha bara haegt ad spyrja hvernig heilsodin kjuklingainnyfli smakkast eda hvort ad kynskiptingakabarettinn hafi i raun og veru verid fullur af fyrrverandi karlmonnum, ekki bara ljotum konum (vid thvi er svarid thvert ja, silikonbrjost i hokuhaed fela thad sko ekki hvad thid erud dimmraddadir strakar minir.....eda....stelpur minar?).

I stadinn aetla eg ad skrifa um vikuna i Hell's Kitchen, thegar eg for i sakleysi minu til ad vinna a Fraser's Restaurant i bodi Work Experience i Perth College.
Work Experience er ein vika thar sem thu getur farid ad vinna (launalaust thvi midur) vid thad sem thu gaetir hugsad ther ad gera i framtidinni (eg sa tharna taekifaeri til ad gantast sma i skolanum og spyrjast fyrir um hentugar strippbullur og leigumordingjasamtok en tokst med naumindum ad lata thad eiga sig, minnug fyrri reynslu med oborganlega fyndni mina) i eina viku.
Eg sa starf a Fraser's fyrir mer i stjarnfraedilegum hillingum, eg myndi strax a fyrsta degi verda sett i ad reida fram kras eftir kras, fengi kokkahufu eins og Herastubbur bakari i Dyrunum i Halsaskogi, og gefid god rad um hvada vin faeri nu best med snoggsteikta kenguruheilanum.
En thad er ekki alltaf allt eins og i imyndunaraflinu.
Thegar eg steig faeti inn i eldhusid var eg ekki viss hvort eg vaeri stodd a sjoarakra i York a 18. old, eda a arsfundi Tourette-samtakanna. Um golf gengu tattuveradir kokkar bolvandi og ragnandi svo ofrynilegir ad their hefdu gert islensku jolasveinana atvinnulausa a einu bretti, og eg matti verjast thvi hatrammlega ad enda ekki med sleif trodid upp i heilabuid thvi yfirkokkurinn var ekki buinn ad fa (nu yki eg i engu, og a eg tho til ad vera verri en 13 ara gelgja a ircinu) kokopoffsid sitt.
Thad tharf liklegast ekki ad spyrja ad thvi ad eg fekk hvorki kokkahufuna ne raudvinsradgjafastoduna, thvi eftir ad yfirkokkurinn hafdi maelt mig ut og komist ad theirri nidurstodu ad eg vaeri ekki efni i hjasofelsi setti hann mig i uppvaskid. Svo ad i heila viku i 7 klukkutima a dag matti eg hima uti i horni og "faegja" hnifapor (thvi a finum veitingastodum er algjort tabu ad segja "thurrka upp") fyrir utan tvo eda thrju skipti thegar eg matti saekja kaffi handa kokkunum sem gleymdu hvad eg het adur en eg kynnti mig. Thjonarnir heldu vart vatni yfir thvi ad geta loksins hunsad sjalfir i stad thess ad vera hunsadir og thad var med bros ut ad eyrum sem their stigu a taernar a mer og misstu heyrnina thegar eg reyndi ad stofna til samraedna og misstu sjonina thegar eg vippadi mer upp a bord og skok mjadmirnar eggjandi (eg gerdi thad reyndar ekki, en eg komst ansi nalaegt thvi i orvaentingu minni).

Ljosi punkturinn er tho ad eg laerdi margt a thessari viku og get nu m.a. stadfest thad sem allir ottast thegar their fara a veitingastad og senda til baka mat sem their eru oanaegdir med, ad kokkarnir hika ekki vid ad hraekja i matinn ef thu dirfist ad kvarta og ef ad kvortunin er ekki ad theirra skapi tha er ther uthlutadur hnerraeftirrettur i bodi hussins.
Eg laerdi thad lika ad borda alltaf heima hja mer, eg er nokkud vongod um ad mamma hafi latid thad eiga sig hingad til ad setja sitt eigid personulegt mark a kvoldmatinn....
Svo held eg ad eg verdi barasta ruslakall. Eg hef ekki nogu virka hrakakirtla til ad verda kokkur.

Sjaumst eftir 13. desember klukkan 16:00 a Keflavikurflugvelli,
Gudrun ruslataeknir

mánudagur, október 16, 2006


Mikid ertu taelandi...varstu i Taelandi?