þriðjudagur, maí 30, 2006

Eftir ad hafa hlaupid af mer hornin (vonandi ekki tuburnar, hahaha....) seinasta fostudag hef eg akvedid ad lata af ithrottaidkun innan veggja Perth College i bili og sja til hvort ad eg manni mig upp i thad ad fara ad aefa korfubolta a naestu onn med tveggja metra astrolsku stulknaskolarisunum sem borda titti eins og mig sem medlaeti med kengurukjotinu.
Eg aetla thangad til tha ad halda mig vid mitt eigid stifa aefingaplan sem er i stil Agustu Johnson (ef Agusta Johnson vaeri i hjolastol) og einskorda mataraedi mitt vid thad sem heilbrigdustu ithrottamenn lata ofan i sig (thegar enginn ser til).

Eftir ad hafa threyjad Thorrann og Gouna herna i Astraliu i fjora manudi hef eg ordid vor vid thad ad eg er ad umturnast ur gallhordum Islendingi i saudskinnskom og lopapeysu sem setur 10 stiga frost ekki fyrir sig thegar kemur ad thvi ad grilla eda standa i bidrod fyrir utan skemmtistad a staerd vid utikamar, i lambmeyran Astrala sem dregur upp erfdaskrana i hvert skipti sem hitastigid skridur nidur fyrir 20 gradur. Til ad nefna nokkur daemi um tha hluti sem gaetu valdid thvi ad mamma og pabbi fadmi vitlausa manneskju a flugvellinum i desember ma nefna:
- Heima a Islandi leit eg a svefn sem hobbi sem var gaman ad gripa i um helgar eda hvar sem taekifaeri gafst (hja tannlaekninum, i straeto, i samraedum vid Stefan Thor o.sv.frv.). Her aftur a moti er eg med nagandi samviskubit ef eg er ekki hrjotandi uppi i rumi klukkan 10 a kvoldin, og hef ahyggjur af svefnleysi og gedheilsu ef eg sef i minna en niu tima.
- I MH leit eg a heimavinnu sem lelegan kennarabrandara og let mer naegja ad dusta rykid af bokunum rett fyrir prof eda thegar verkefnaskil sem gaetu haft ahrif a alla mina framtid voru framundan. Her reyni eg akaft ad graeda mig fasta vid skrifbordid og humma og ha-a gafulega yfir skolabokunum i ad minnsta kosti klukkutima a dag og finnst thad meira ad segja frekar litid. (Thetta skrifa eg med thad i huga ad mamma og pabbi eiga eftir ad fa hjartaafall vid ad lesa thetta og thvi lysi eg thvi yfir vid thau systkini min sem kunna ad lesa thetta ad eg fae sjonvarpid, bilinn og isskapinn)
- Islensk ithrottaidkun var ad minu mati adeins fyrir gedfatlada eda veruleikafirrta og sor eg thvi tess eid i barnaesku ad lata aldrei plata mig ut i nokkud meira en huggulegar gonguferdir eda meira en eina magaaefingu a manudi. Eg var oft a tidum undirleikari i Fuss og Svei-svitum hennar modur minnar yfir fotboltaahuga braedra minna og pabba, og minnist theirra ofau leikfimitima i TBR thar sem eg og Berglind og Anna Beta skokkudum nokkra sentimetra adur en vid letum okkur hverfa inn a klosett og birtumst aftur (eftir ad hafa listilega rotad i harinu a okkur til ad blekkja grunlausa Soltan og Emil) thegar allir adrir voru bunir ad skokka fra ser allt vit. I Astraliunni fylgist eg med ondina i halsinum med astrolskum fotbolta (sem minnir einna helst a hopslagsmal thar sem allir eru i grimubuningum) og hjola, skokka og syndi eins og eg hafi aldrei haft neitt a moti thvi ad bada mig i afgangshud annarra.

Svo eru thad ad sjalfsogdu allir litlu hlutirnir eins og ad enda allar setningar a thvi ad segja HEY, segja Ta mate i stadinn fyrir thank you, finnast skolabuningar vera edlilegasti hlutur i heimi og fa snert af taugaafalli thegar kemur ad thvi ad velja fot um helgar, finnast tomatsosa vera omissandi uppskrift ad gourmet-maltid, og finnast fimm bjora vera LAGMARKID fyrir thvi ad mega keyra (eg lyg engu i theim efnum, fosturpabba sem og tho nokkud morgum odrum finnst best ad keyra thegar their eru frekar valtir) sem gera thad ad verkum ad eg er ad verda ad sonnum Astrolskum Mate sem mun liklegast lata jarda sig i thongs og stuttbuxum med bjordos i annarri.

Eg vil bidja fyrir nokkrar kvedjur adur en eg loka a islenskuna i bili og sny mer ad thvi ad verda astralskari:
Vill einhver (eda allir) fara og klappa Johannesi a bakid fyrir mig? Eg sendi milljon god hugskeyti a dag og eg vona ad honum batni sem allra fyrst og hann geti farid ad snua ser aftur ad thvi ad vera stor og hrjota.
Anna Beta thu faerd afmaelispakkann thinn thegar thu kemur heim fra Frakklandi, thad er ad segja ef fronsku strakarnir gleypa thig ekki med hud og hari.
Begga og Alma, thid erud beib.
Utilif, eg vona ykkar vegna ad thid hafid ekki radid adra Gudrunu og eg vona ad enginn hafi tekid yfir stodu mina sem Yfirmadur Jafnrettisnefndar Utivistardeildar Utilifs i Glaesibae. Ef svo reynist, tha gaeti verid ad eg thyrfti ad kaera thad til Verkalydsfelags Gudruna i Utivistardeild Utilifs i Glaesibae.
Finnur og Thorgunnur, passid ykkur a Verzlingunum og MR-ingunum (eg er buin ad gefa ut skotleyfi a ykkur baedi)

Yfir og ut,
Goodren Blarg Ingim Undard Ottir (eins og skolinn kys ad kalla mig)

mánudagur, maí 15, 2006

Jaeja, nu er barnaesku minni formlega lokid og eg tharf ad fara ad hegda mer eins og fullordinn einstaklingur, kvarta undan gigt og missa alla haefileika til ad laera a taekninyjungar a bord vid fjarstyringar og GSM-sima. Minir elskulegu gudforeldrar, sem hafa fylgst skelfingu lostin med uppvaxtararum minum og kvidid fyrir theim degi thegar eitthvad kaemi fyrir foreldra mina sem yrdi til thess ad thau yrdu ad taka sig ad mer, anda nu lettar og pakka nidur spennitreyjunni, bibliunni og vigda vatninu. Nu mega Ma & Pa samkvaemt logum henda mer ut ofugri ef eg gleymi einu sinni enn ad skilja partiroddina eftir vid utidyrnar klukkan fjogur a laugardagsmorgni eda verd gripin af ostjornlegri thorf til ad syna linudans i fjolskyldubodum, svo nu ma eg heldur betur fara ad hegda mer ef eg vil ekki enda a sofanum i Svansheimilinu med Sousa sem kodda og afgangsbjor i oll mal. (Hljomar reyndar ekki svo illa...kannski eg dragi fram kurekastigvelin...?)

En thvi ad glata sakleysinu og verda ad throskudum einstakling sem les Moggann til ad hafa ahyggjur af heimsmalunum en ekki til ad andvarpa yfir stjornuspanni fylgja einnig nokkur fridindi, og tha serstaklega herna nidri i Astarhlyju. Her a afturenda veraldarinnar ma eg hvorki meira ne minna en:
- Valsa inni i afengisverslun og kaupa hvadeina sem lifrin girnist an thess ad thurfa ad breyta roddinni, teikna a mig yfirskegg, thykjast ekki skilja mannamal eda hvadeina sem unglingar reyna nu til dags til ad verda ser uti um brjostbirtu.
- Dansa uppi a bordum a hvada skemmtistad sem er i gervallri heimsalfunni (nema kannski Frimurarapobbnum, tharf ad skoda thad nanar) og vippa fullgildum skilrikjum framan i hvada dyravord sem er, og skiptir tha engu hvort hann kaeri sig nokkud um thad edur ei.
- Gifta mig. Eg stend thessa dagana i thvi ad panta mer eiginmann fra Austur-Evropu a netinu og er med nokkra kandidata i sigtinu. Eg set nokkur born, vankunnattu i tungumalum eda utlimaskort ekki fyrir mig, adalatridid er ad MEGA samkvaemt logum krydda tilveruna litid eitt, og flytt fyrir fyrrnefndri uppsogn foreldra minna sem motuneyti/gistiskyli.

Eg fagnadi thessum merka afanga i lifi minu (og lifi Olafs Ragnars Grimssonar lika, nu er hann einu skrefi naer thvi ad gera Dorrit ad afar smart ekkju) med thvi ad skala i kampavini og spjalla vid elskulegu blodforeldrana a afar rydgadri islensku sem er buin ad rykfalla i heilabuinu eftir astridufullt notkunarleysi. Thad stefnir i thad eg verdi ad byrja a "Ari sa sol..." adur en eg get snuid i Menntunarhreysid vid Hamrahlid.

Nu er eg rokin i bili, min bida ohlaupnir fjorir kilometrar og aesispenntir leikfimikennarar sem lita a langhlaupsaefingar sem eg syni mig a sem vikulegt skemmtiefni, og tala jafnvel um ad bjoda odrum kennurum ad koma og horfa a.

Latid aldrei plata ykkur ut i adra eins vitleysu, haldid ykkur frekar vid glimuna og sjomann.
Gudrun full ordna

föstudagur, maí 05, 2006


Skolinn er ad draga mig nidur a afar djupt plan thessa dagana...

Thad er thridji dagur annarinnar og mer lidur strax eins og heilalausum baviana i of storum skolabuning.

Kennararnir gleymdu thvi i fyrstu vikunni ad eg vaeri
A) Vitlaus
B) Ekki astralskt snobbhaensn

Svo ad eg sit her med sart ennid og svitna og blana svo mig svidur i adra tana.

Eg meika engan sens lengur