Ja, thad var ekki laust vid ad spenningur faeri um landann (landann? af hverju ekki brennivinid?) thegar 9 Perth skiptinemar lentu a flugvellinum i Sydney til ad takast a vid thrjar vikur i fadmi einnar oblidustu heimsalfu hnattarins. Myndavelum, svefnpokastadgenglum (thvottapokinn sem eg himdi i i 19 daga telst sko ekki til svefnpoka), ullarnaerfotum og stuttbuxum var trodid ofan i toskur, en oll longun til svefns og heimthrar var skilin eftir heima i kotinu. Thar sem vid lentum i Sydney klukkan halfsjo um morguninn gafst okkur naegur timi til ad skoda okkur um i borginni, og einnig taekifaeri til thess ad taka myndir af operuhusinu og hverju odru a hatindi myglunnar an thess ad lenda i thvi ad verda ovart myndefni japanskra eldriborgara. Okkur gafst einnig taekifaeri til thess ad fara nidur a hofn (Gaeskuhofn) og verda vitni ad undirbuningi undir landsleik milli Astraliu og Brasiliu i heimstrakeppninni (eins og onefndur adili stafadi thad eitt sinn) thar sem skrudfylking salsadansandi meyja klaeddra i litid annad en gegnsaejan tannthrad og faeklaeddra trommuleikara marseradi framhja forvida skiptinemum klaeddum i trefla og ullarpeysur.
Thegar upp a farfuglaheimili var komid hittum vid fyrir alla hina 72 skiptinemana sem attu ad vera okkar ferdafelagar naestu dagana. Okkur badum til mikillar katinu (eins og sja ma a myndinni her ad ofan) reyndust eg og Kristina samislendingur vera badar i sama Safarihopi. Reyndist thad vera i haesta mata ometanlegt ad hafa annan islending ser vid hlid tho ad adrir ferdalangar hafi kannski ekki verid a sama mali, og serstaklega ekki thegar vid fundum upp a hreystiataki og forum ad staela likamann inni i tjaldi a kvoldin med tilheyrandi ohljodum og hamagangi sem matti eflaust rugla saman vid margt annad utanadfra sed og heyrt.
Eftir annan skodunardag i Sydney, alltof margar myndatokur af operuhusinu, og heimsokn a
<----Bondi Beach, var forinni heitid nordur a boginn til ad svamla i heitum sjonum, vada i heitum brimbrettadrengjum i Surfers Paradise, liggja eins og gylta a Gold Coast og troda ser i stuttbuxur og thongs ad haetti Astrala.....eda thad heldum vid..
En aedri mattarvold hofdu onnur plon, thvi a austurstrondinni (thar sem solin skin vanalega 364 og 1/2 dag a ari) migrigndi allan timann, og thad var sveittara en i finnsku gufubadi ad fara i staersta skemmtigard Astraliu i hellidembu sem minnti mann a gamla goda vedurhimnarikid Island. Munnurinn fylltist af vatni i hvert skipti sem reynt var ad sleppa ut hraedsluoskri i russibana og allar tilraunir til solbodunar minntu helst a sundtima i gamla daga thegar madur var rekinn upp a bakkann fyrir slaema hegdun (aldrei eg, elsku mamma og pabbi, aldrei eg).
Bikiniinu var thess vegna trodid lengst ofan i tosku og gonguskornir og regnjakkinn teknir upp og gefist upp a thvi ad reyna ad lita heillandi ut, svo ad eg akvad ad taka upp "thjodhatidarlukkid" i stadinn (kold, blaut, en thykist samt alltaf vera ad skemmta mer).
Rassinn flattist baerilega ut a leidinni upp austurstrondina thar sem vid mattum gjora svo vel og gera okkur thad ad godu ad sitja i rutu i allt ad 8 tima a dag og borda thess i milli mat galdradan fram ur skotti rutunnar af kokki sem hafdi thad ad markmidi i lifinu ad hosta ofan i supurnar og snyta ser yfir ristada braudinu thegar hun var ekki ad krydda morgunkornid med sinum eigin handarkrikaharum. Thar sem kokkurinn sa hefdi getad kramid mig med sinum lodna litlafingri let eg eiga sig ad koma med kurteisleg komment um thad sem hun notadi til ad bragdbaeta aeluna a diskunum okkar, en var hins vegar adframkomin af hungri thegar vid komumst loksins upp til Cairns. Hitabeltisparadisin Cairns tok a moti okkur med rigningu (surprise surprise), en vid letum thad ekki a okkur fa, enda fengum vid inni i husi og gatum ordid okkur uti um okkar eigin mat. Thad kvold var spaensk tonlist i bodi Latinoanna i hopnum sett a foninn, og salsa og merengue spor stigin a koldu steypugolfi. S-Amerisku strakarnir (sem fa salsarythmann blandad saman vid Tequila i pelann fra blautu barnsbeini) toku ad ser ad kenna rangfaettum Evropubuum og eftir dagoda stund nadi eg theim merka afanga ad stiga ekki a taernar a dansfelaganum i hverju einasta spori.
Vid vorum fegin ad fljuga inn i eydimorkina thar sem aldrei rignir (hingad til, allt hefdi samt getad gerst thvi vid attum i hlut) og eyddum tveimur dogum i Alice Springs thar sem slegist var um thvottavelarnar, og folk svo glatt ad geta loksins thvegid af ser ad thad henti ollu lauslegu i thvottavel og thurrkara og endadi thess vegna gjarnan med boli sem myndu threngja ad barbie, eda allt bleikt ut af einum raudum sokki sem laeddist med endrum og sinnum.
Fra Alice Springs var svo haldid ad steini steinanna, Uluru/Ayers Rock. Su ferd var tho ekki afallalaus, thvi i midri eydimorkinni, rassgati rassgatanna, sprakk a rutudruslunni og thad var ekki fyrr en eftir 5 klukkutima, 3 tar og 8 uppkost ad erfdaskra ad vid loksins komumst a afangastad. Uluru reyndist vera allt thad sem lofad hafdi verid og meira til, og tho ad varad vaeri vid thvi ad klifa steininn ae ofan i ae (enda er steinninn snarheilagur fyrir Frumbyggjana, ad klifa Uluru jafnast a vid thad ad klifa Hallgrimskirkju med djoflahorn a hausnum) vippudum vid okkur oll upp a steininn eftir ad hafa naestum daid a leidinni upp. Hver sa sem hefur klifid eldhusvegginn heima hja ser veit um hvad eg er ad tala. Vid skelltum skollaeyrum vid thvi ad ef ad eitthvad yrdi fjarlaegt af steininum myndi a okkur leggjast bolvun, og tho ad eg hafi hegdad mer eins og Lalli Johns a skilordi tha fylltu sumir vasana af smasteinum af tindinum, svona rett til minja og aukinna ohreininda.
Thad tharf thess vegna liklegast ekki ad koma a ovart ad um leid og nidur var komid veiktist svo til allur hopurinn og eg ekki undanskilin. Bolvun Uluru var fljot ad virka og fylltist thvi rutan af hosti og snorli naestu dagana. Tho ad thad hefdi ekki verid a vidbjod kokkselskunnar baetandi veiktist hun lika og tha snarhaetti eg ad borda. Eg afbar hreinlega ekki ad fylgjast med kvenskrattanum hosta eins og kedjureykjandi berklasjuklingur ofan i hafragrautinn handa hopnum, og thegar hun fekk gubbuna en neitadi ad haetta ad elda la vid ad eg faeri a puttanum beinustu leid heim til Islands.
Eg missti roddina og hljomadi a timabili eins og kordrengur a sterum, og thad hjalpadi ekki til ad sofa i tjoldum sem voru alika einangrandi og flugnanet, i hitastigi sem for oft nidur fyrir frostmark sem atti samkvaemt okkur ollum ekki ad vera mogulegt i Astraliu, heitustu heimsalfu i heimi. Eg hefdi liklegast getad selt hitapokann minn fyrir nokkrar milljonir a koldustu nottunum, og thad var ekki osjaldan sem eg vaknadi med ulpuna vafda um hausinn a mer til ad deyja ekki ur kalsarum eda missa af mer eyrun.
En oll komumst vid heil a hufi (likamlega thad er, eftir dragkeppnina miklu i Bathurst thar sem 18 karlmenn klaeddu sig af fusum og frjalsum vilja i alltof litla G-strengi ma efast um andlega hlutann) aftur til Sydney thar sem tar voru felld af fognudi yfir thvi ad thurfa aldrei ad sja sum okkar aftur i bland vid soknud, thvi eftir ferdina dreifast 80 skiptinemar ut um allan heim med sameiginlegar minningar sem enginn annar upplifdi eda mun upplifa. Med hverjum odrum eigum vid ad hlaeja ad thvi thegar vid forum ad kafa i Great Barrier Reef og helmingurinn var naestum thvi drukknadur af spenningi? Med hverjum odrum eigum vid ad andvarpa yfir thvi hvad Coober Pedy (thar sem 80% ibuafjoldans byr nedanjardar i hellum, og hitastigid fer upp i 50-55 gradur a Celcius a sumrin) var sorglegur baer, og hver annar a eftir ad hrylla sig med okkur yfir thvi ad thad var svo kalt ad oft voknudu tjaldfelagar i fadmlogum sem voru orvaentingarfull tilraun til thess ad halda a ser hita?
Eg mun aldrei nokkurn timann gleyma thessarri ferd, ekki einu sinni hlutunum sem mig langar til ad gleyma (eg er reyndar buin ad brenna G-strenginn sem eg gaf i thagu dragkeppninnar ogurlegu og stefni a ad kalla til saeringamann til ad losa mig vid martradirnar), og vinirnir sem eg eignadist verda vinir minir ad eilifu, tho ad eg sjai thau kannski aldrei aftur.
Thina skal, AFS.
Laet myndina tala svona rett i lokin, til ad koma i veg fyrir ad eg verdi vaemin ur hofi fram.
P.S. Eg gleymdi alveg orugglega heilum haug af hlutum sem skedu i ferdinni, en thad verdur bara ad hafa thad. Eg helli tha bara yfir ykkur ferdasogunum thegar heim kemur hvort sem ykkur likar betur eda verr.
P.P.S. Nyja fjolskyldan er aedi. Hef ahyggjur af mittismalinu nu thegar.