fimmtudagur, ágúst 31, 2006


Stingandi eda Sting and I? Humm...

Perth College til mikillar maedu tokst mer ekki ad halda mig a brandaramottunni mjog lengi og er starfsfolk skolans farid ad telja nidur dagana thar til eg pakka nidur tannburstanum og fodurlandinu og hunskast heim i heidardalinn, enda ekki nema thrir og halfur manudur (Hjalpi mer allir heilagir, eg er nu thegar komin med 20 kilo i yfirvigt og eg a eftir ad fara til Tailands og kaupa sjoraeningjautgafur af ca 5000 DVD-myndum og ABIDAS strigasko! Hvad geri eg nu?) i ad eg snui heim i myrkrid og kuldann thegar allir gafadir farfuglar hafa haft vit a thvi ad lata sig hverfa.
Eg var sumse i karatetima um daginn, og thar sem kennaranum thykir afar fint ad sla um sig med japonskum heitum yfir sporkin og oskrin sem vid latum dynja a hverri annarri. Sensei Ken (eins og hann kys ad lata kalla sig, mer finnst nu Sensei Barbie eiga betur vid mannfyluna) stod yfir okkur og helt fyrirlestur um thad sem vid hefdum laert fram ad thessu:
Sensei Ken: Well girls. We have now completed the Makazuki, the Kayenzuki, the Hizuki, the Yagazuki....
Gudrun sifyndna (med hond a lofti): But what about Suzuki? (Og flissar svolitid)
Sensei Ken: (Thagnar vandraedalega en akvedur svo ad lata eins og hann hafi ekki heyrt i mer en sendir mer eitrad augnarad)
Eg nadi mer samt nidur a karlskarfinum seinna i timanum med thvi ad retta honum einn a bumbuna i slagsmalasynikennslu. Gudrun: tvo, feitur karatekennari med steinaldarhumor: null.

I morgun gerdi svo fostursystir min daudaleit ad skolabindinu sinu sem fannst hvergi. Eftir daudaleit (thvi ef thu maetir bindislaus i skolann ertu ad undirrita thinn eigin daudadom) akvad hun ad stela bindi fosturbrodur mins og fara med thad i skolann tho ad thad tilheyrdi odrum skola og vaeri i raun strakabindi. Tha datt mer i hug: erum vid tha kannski med domubindi?
(Eg akvad tho ad halda thessum brandara ut af fyrir mig, enda myndi hann liklegast ekki thydast mjog vel yfir a engilsaxnesku)

Segi thetta gott af fyndnisogum i bili, finn til med ollum theim sem eru ad setjast a skolabekk aftur og oska Svaninum godrar ferdar til Thyskalands og their sem munu muna eftir einhverju ur ferdinni (geri tho ekki miklar krofur, enda ramar mig i fatt ur theirri seinustu) mega senda mer ferdasogu, tho ekki se nema brot og brot.
Lifid heil,
Goodrem

10 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

þessi brandari er snilld þú hefur svo sannarlega erft genin frá pabba. mín snúast heldur um það að fíla 5aurabrandara :-)

2:19 f.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Híhí, þú ert skondin kæra frænka :) Við söknuðum þín á grenivík um daginn, og reyndar líka hinna úr fjölskyldunni - skrítið að hafa ykkur ekki með! En Daddi las hluta úr bréfi frá þér, held að allir hafi haft mjög gaman af því!
Og elsku guðrún mín, ekki láta húmorslausar barbídúkkur eyðileggja aulahúmorinn, það væri sorglegt :P
Ástarkveðja frá Elsu :)

6:42 f.h.  
Blogger Alma Ósk sagði...

Þú ert bara dömubindi... feis...

5:26 f.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Auddað er ekkert samt án okkar sæviddófólksins elsa mín :-)

2:10 f.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Hey, það styttist í að eldhressir og óútsofnir nördar sem drekka lútsterkt kaffi í Tónó nenni að hlusta á ókeypis fimmaurabrandara! EKKI SLEPPA TAKINU, ÞETTA ER ALVEG AÐ KOMA!!

Hildz

4:28 f.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Gott að sjá að þú gleymdir ekki húmornum á klakanum... ég er stoltur af þér!!

Cheers,

Fjalar le túb

5:51 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Takk fyrir e mailið til Svansins um daginn. Auðvitað var geggjað stuð í Bad Orb og þín sárt saknað! Skáluðum oft fyrir þér, brjóst brjóst og klipum í þau!!

8:18 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Svanirnir söknuðu þín í Bad Orb og drukku þín skál, eins og Guðný sagði.
Þú lofar að vera ekki að dandalast einhverstaðar hinumegin á hnettinum næst þegar við förum út!
Hafðu það gott úti snúlla
knús, Elfa

4:30 f.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

ég horfi á autt rúm mitt hérna og tárast þegar ég fatta að það er enginn til að spoona með

7:05 f.h.  
Blogger Alma Ósk sagði...

Við þurfum að endurskipuleggja símafund, ég nefnilega beið heima til hálf tvö á lau og sendi þér sms og svo fékk ég ekki svar þannig að ég fór út. Svo hringdirðu í gemsann og ég náði ekki að svara. Það var fúlt. En endilega láttu mig vita. Ég er laus t.d. í hádeginu á næsta sunnudag. s.s. 24.sept

knús og kossar.

1:14 f.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim